Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 15:50 Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke. Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43