Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 15:50 Lübcke fannst myrtur fyrir utan heimili sitt 2. júní. Getty/EPA Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke. Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Lübcke, sem var ríkisstjóri Hessen ríkis í miðju Þýskalandi og er hann flokksbróðir Angelu Merkel í Kristilega demókrataflokkinum (CDU), fannst látinn á veröndinni fyrir utan heimili sitt af sökum byssuskots í höfuðið. Hann lést þann 2. júní í smábænum Istha nærri Kassel. Á laugardaginn var maður handtekinn til „bráðabirgða“ vegna upplýsinga sem fundust í farsíma Lübcke en hann var leystur úr haldi snemma í morgun. „Yfirheyrslurnar afhjúpuðu engar upplýsingar sem benda til sektar hans,“ sagði talsmaður lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn hafa neitað þeim getgátum sem upprunalega komu fram í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung að maðurinn sem var handtekinn hafi verið ungur maður sem hafi átt í „persónulegu sambandi“ við Lübcke. Lögregla hefur biðlað til allra þeirra sem voru á bjórhátíð í Istha þetta sama kvöld, sem haldið var nálægt heimili Lübcke um að hafa samband við lögreglu. Um kvöldið höfðu stjórnmálamaðurinn, sem var 65 ára gamall, og kona hans verið að passa eins árs gamalt barnabarn sitt á meðan faðir barnsins var á hátíðinni nálægt heimilinu. Lübcke er sagður hafa farið út að reykja rétt eftir miðnætti eftir að hinir í fjölskyldunni voru farnir að sofa. Þegar sonur hans kom heim af hátíðinni kl. 00:30 fann hann lík föður síns á veröndinni.Ekkert bendir til að morðið sé stjórnmálatengt Lübcke hefur verið í stjórnmálum fyrir CDU flokkinn í héraðinu í meira en 30 ár og hefur verið lýst af fjölmiðlum sem vinsælum stjórnmálamanni hjá flestum, sama hvar í stjórnmálum þeir standa. Árið 2015 olli hann mikilli reiði hjá öfga-hægri mönnum þegar hann studdi ákvörðun Merkel um að loka ekki landamærum Þýskalands þegar flóttamannavandinn var sem mestur í Evrópu. Á opinberum fundi í október 2015, sem hópur meðlima and-múslímska hópsins Pegida, dró Lübcke línu í sandinn þegar hann sagði: „Maður verður að standa með sínum gildum. Og ef þið deilið ekki þeim gildum er öllum frjálst að yfirgefa landið ef þeir eru ósammála.“ Eftir að hann lét þessi ummæli falla bárust honum morðhótanir og var heimilisfang hans birt á öfga-hægri blogg síðunni PI News. Myndskeið af ummælum hans var dreift að nýju af bloggurunum í febrúar á þessu ári. Öfga-hægri aðgangar á samfélagsmiðlum fögnuðu andláti Lübcke eftir að fréttir um það birtust, sem var gagnrýnt af fólki sama hvar í stjórnmálum það stóð. „Ef einhver er svona hataður bara vegna þess að hann hefur frjálslyndar skoðanir markar það rýrnun siðferði mannkynsins,“ sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands í samtali við dagblaðið Tagesspiegel. Rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja engin sönnunargögn benda til þess að morðið hafi verið vegna pólitíkur Lübcke.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43