Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 11:45 Þjófapar hefur herjað á ferðamenn við Gullfoss og Geysi að undanförnu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira