Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 19:47 Logi segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda vera "kvikk fix“. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi. Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi.
Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira