Hákarl heiftarlega limlestur, en hvalir eru líka sprengdir, tættir og kæfðir; með leyfi stjórnvalda! Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. maí 2019 08:30 Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar