Íslendingarnir dæmdir í fangelsi í Ástralíu Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 31. maí 2019 06:35 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“ Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30
Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45