Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:02 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. „Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30
Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent