„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:48 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. FBL/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“ Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“
Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56