„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:48 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. FBL/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“ Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“
Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56