Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu Kvennaskólans Sylvía Hall skrifar 31. maí 2019 11:27 Inga Lilja Ásgeirsdóttir á útskriftardaginn. Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans.Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans.Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira