Bankar og lífskjarasamningar Katrín Júlíusdóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun