Bankar og lífskjarasamningar Katrín Júlíusdóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar