Allir krakkarnir í vínrauðu í tilefni dagsins á Selfossi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2019 13:30 Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss! mynd/skjáskot Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan. Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan.
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00
Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03
Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða