Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2019 19:30 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44