Byrði vegna alvarlegra mannskæðra sjúkdóma tvöfaldast fyrir árið 2060 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2019 07:15 Rannsóknarhöfundar spá því að byrði heilbrigðiskerfa vegna líknandi meðferða muni tvöfaldast fyrir árið 2060. Nordicphotos/Getty Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira