Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 13:49 270 stæði eru í bílastæðahúsinu við Traðakot. Um er að ræða stærsta bílastæðahúsið í borginni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira