Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 14:28 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að finna þurfi úrræði til lausnar á málinu. visir/vilhelm Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00