Kringlan plastpokalaus innan árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:32 Í Kringlunni eru starfræktar á annað hundrað verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira