Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 10:45 Áfram verður ódýrar að kaupa miða báðar leiðir með Flugrútunni. Miði fram og til baka kostar nú 6499. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira