Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 15:19 Tiltækar upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira