Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. maí 2019 19:00 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún.
Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30