Bubbi hefur reynt að leita réttar síns vegna auðkennisþjófnaðar í tvö ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. maí 2019 19:00 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár reynt að leita réttar síns vegna Instagram-reiknings þar sem einhver hefur þóst vera hann og sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð. Hann hefur leitað til lögreglu, tölvusérfræðings og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum. Dómsmálaráðherra ætlar að fela refsiréttarnefnd að skoða hvort lögfesta þurfi ákvæði um auðkennisþjófnað í hegningarlög. Bubbi fékk fyrst fréttir af fölskun Instagram-reikningi í hans nafni árið 2017. „Ég fór að fá pósta frá konum sem sögðu Bubbi, ég held að þetta sé ekki frá þér. Síðan fylgdi sjáskot af síðu þar sem var bara prófíl mynd af mér og flest allar myndir sem ég hef birt af fjölskyldunni minni,“ segir Bubbi. Í ljós kom að einhver aðili sem ekki er vitað hver er hefur verið að senda kynferðisleg skilaboð til kvenna og stúlkna í hans nafni. Bubbi reyndi að kæra málið til lögreglu sem að hans sögn gerði ekkert í málinu. Þá leitaði hann til tölvusérfræðings sem tókst að loka síðunni. „Viku seinna þá er hún komið í gagnið aftur. Og það hafa lögfræðingar frá mér skrifað Instagram en það er ekkert gert,“ segir Bubbi. Nú tveimur árum síðar er síðan enn í gangi og segir Bubbi þetta valda sér miklum óþægindum. „Persónan mín gæti jafnvel orðið fyrir miklum skaða,“ segir Bubbi og nefnir dæmi um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem karlmaður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum. Maðurinn þóttist vera annar ungur maður í brotum sínum og var sá ranglega sakaður um nauðgun í nokkra mánuði vegna málsins. Auðkennisþjófnaðurinn var kærður til lögreglu en málið látið niður falla þar sem slíkt er ekki refsivert samkvæmt hegningarlögum. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt og sérstaklega fyrir ungt fólk eins og þetta dæmi um daginn sýndi mér. Ég hugsaði bara vá, einmitt. Þetta getur bara gerst. Það þarf að binda þetta í lög og gera þetta refsivert,“ segir Bubbi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, hefur fylgst með umræðunni um auðkennisþjófnað síðustu daga. Hún segist ekki hafa fengið formlegt erindi frá lögreglu um það hvort það þurfi að endurskoða lögin. Hún muni nú kalla eftir umsögn lögreglu. „Við erum sömuleiðis með refsiréttarnefnd og ég mun fela henni það að skoða hvort það þurfi að gera þessar breytingar. Með breyttri tækni þá breytast áskoranir og vandamál og löggjöfin þarf auðvitað að endurspegla þá breyttu tíma,“ segir Þórdís Kolbrún.
Dómsmál Lögreglumál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45 Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. 27. maí 2019 23:45
Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. 23. maí 2019 19:30