Guðmundur Andri furðar sig á ofgnótt umfjöllunar RÚV um Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 09:08 Guðmundur Andri er orðinn þreyttur á endalausri umfjöllun RÚV um Eurovision. Og spyr hvort ekki megi beina fé og atgervi að öðrum og þarfari verkefnum. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað." Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað."
Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira