Guðmundur Andri furðar sig á ofgnótt umfjöllunar RÚV um Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 09:08 Guðmundur Andri er orðinn þreyttur á endalausri umfjöllun RÚV um Eurovision. Og spyr hvort ekki megi beina fé og atgervi að öðrum og þarfari verkefnum. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað." Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað."
Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira