Þykir bensínstöðvafækkunin brött Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:36 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. Honum þyki fækkunin nokkuð brött, en fulltrúi borgarinnar segir að í upphafi verið lögð áhersla á fækkun stöðva í íbúðabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að borgin hafi boðað til fundar um þessi mál í janúar síðastliðnum. Þar hafi umræðan hins vegar verið á þeim nótum að um væri að ræða þróunina næstu áratugi. „Það var kannski ekki talað við okkur á þeim tíma að um væri að ræða fimm til sex ár. Mér finnst þetta því koma mjög bratt,“ segir Jón Ólafur. Hann segist að sama skapi velta fyrir sér hvort borgin sé að huga nógu vel að hagsmunum borgarbúa í þessum efnum. „Við erum bílaþjóð og það er gert mikið úr hlut einkabílsins í loftslagsmálunum, sem að mínu viti er full bratt. Ég viðurkenni það; þó svo að við séum öll á sama báti með loftslagsmálin þá finnst mér þetta líka snúast um þjónustustig við borgarbúa og hvað eigi þá að taka við ef það verður ekki áfram greitt aðgengi að eldsneyti.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fbl/eyþórJón Ólafur segir þau hjá Olís engu að síður vera fyllilega tilbúin að taka þátt í fyrirhuguðum orkuskiptum í samgöngum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með því sem er að gerast á þessum markaði og erum tilbúin til viðræðna um þetta. Ég tel engu að síður að það hefði verið hyggilegra að að fara hægar í þessu máli,“ segir Jón Ólafur sem bíður spenntur eftir frekari samræðum við borgina um sýn hennar á þessi mál.Fjölorkustöðvar við stofnbrautir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir að fækkunarhugmyndin sé og verði unnin í samráði við olíufélögin. Þannig hafi borgin lagt fram hvata fyrir félögin til að fækka stöðvunum. Geri þau það innan tveggja ára muni Reykjavíkurborg fella niður gjöld á móti. Nýta megi reitina sem losna undir íbúðir eða verslanir, það ráðist af hverri lóð fyrir sig hvaða nýting er talin henta best á hverjum stað. Hugmyndin sé að fækka fyrst þeim bensínstöðvum sem eru með styrktan lóðaleigusamning og þær sem eru inni í íbúðahverfum - „þ.e.a.s. að þær sem eru í þéttri íbúðabyggð verða fyrsta til að fara.“ Þær sem eru staðsettar við stofnbrautir verði þannig síðastar til að fara. Hún segist vona að hægt verði að gera þær stöðvar sem eftir verða að „fjölorkustöðvum,“ þar sem vegfarendur munu geta nálgast margvíslegt eldneyti; eins og rafmagn, metan og vetni. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. Honum þyki fækkunin nokkuð brött, en fulltrúi borgarinnar segir að í upphafi verið lögð áhersla á fækkun stöðva í íbúðabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að borgin hafi boðað til fundar um þessi mál í janúar síðastliðnum. Þar hafi umræðan hins vegar verið á þeim nótum að um væri að ræða þróunina næstu áratugi. „Það var kannski ekki talað við okkur á þeim tíma að um væri að ræða fimm til sex ár. Mér finnst þetta því koma mjög bratt,“ segir Jón Ólafur. Hann segist að sama skapi velta fyrir sér hvort borgin sé að huga nógu vel að hagsmunum borgarbúa í þessum efnum. „Við erum bílaþjóð og það er gert mikið úr hlut einkabílsins í loftslagsmálunum, sem að mínu viti er full bratt. Ég viðurkenni það; þó svo að við séum öll á sama báti með loftslagsmálin þá finnst mér þetta líka snúast um þjónustustig við borgarbúa og hvað eigi þá að taka við ef það verður ekki áfram greitt aðgengi að eldsneyti.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fbl/eyþórJón Ólafur segir þau hjá Olís engu að síður vera fyllilega tilbúin að taka þátt í fyrirhuguðum orkuskiptum í samgöngum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með því sem er að gerast á þessum markaði og erum tilbúin til viðræðna um þetta. Ég tel engu að síður að það hefði verið hyggilegra að að fara hægar í þessu máli,“ segir Jón Ólafur sem bíður spenntur eftir frekari samræðum við borgina um sýn hennar á þessi mál.Fjölorkustöðvar við stofnbrautir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir að fækkunarhugmyndin sé og verði unnin í samráði við olíufélögin. Þannig hafi borgin lagt fram hvata fyrir félögin til að fækka stöðvunum. Geri þau það innan tveggja ára muni Reykjavíkurborg fella niður gjöld á móti. Nýta megi reitina sem losna undir íbúðir eða verslanir, það ráðist af hverri lóð fyrir sig hvaða nýting er talin henta best á hverjum stað. Hugmyndin sé að fækka fyrst þeim bensínstöðvum sem eru með styrktan lóðaleigusamning og þær sem eru inni í íbúðahverfum - „þ.e.a.s. að þær sem eru í þéttri íbúðabyggð verða fyrsta til að fara.“ Þær sem eru staðsettar við stofnbrautir verði þannig síðastar til að fara. Hún segist vona að hægt verði að gera þær stöðvar sem eftir verða að „fjölorkustöðvum,“ þar sem vegfarendur munu geta nálgast margvíslegt eldneyti; eins og rafmagn, metan og vetni.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18