Málflutningur ekki uppbyggilegur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2019 22:46 Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins. Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins.
Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira