Tryggði sér sigur með því að fljúga eins og Súperman í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 15:00 Infinite Tucker skutlar sér í markið. Skjámynd/Instagram/12thman Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira