Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 20:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57