Íbúðakaup með ábyrgðarláni Einar Jónsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun