Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 14:09 Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill aukna umræðu um verðlag og að fylgst verði vel með því í kjölfar launahækkanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira