Alvarlegur öryggisveikleiki í Whatsapp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2019 16:23 WhatsApp er gríðarlega vinsælt samskiptaforrit en hefur ef til vill ekki notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi og víðar í heiminum. vísir/Getty Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar. Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar.
Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira