Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 10:46 Jón Bjarni Steinsson hefur starfað við hátíðina síðan árið 2015. Fréttablaðið/Anton brink Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48