Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2019 12:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. Sigmundur Davíð skrifaði minnihlutaálit í utanríkismálanefnd vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem birtist á vef Alþingis í gær en hann og Gunnar Bragi Sveinsson hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar fyrir hönd Miðflokksins. Sigmundur Davíð stóð einn að álitinu og má því segja að hann sé eini þingmaður utanríkismálanefndar sem hafi lagst gegn samþykkt tillögunnar með formlegum hætti.Andstætt íslenskum hagsmunum Í minnihlutaálitinu segir meðal annars að það sé andstætt íslenskum hagsmunum að samþykkja tillöguna því markmið þriðja orkupakkans samrýmist ekki hagsmunum Íslands. „Á það bæði við um tengingu raforkukerfa Evrópulanda á forsendum ESB þar sem sambandið leggur m.a. línurnar um verð orkunnar og heimildir til að skipta upp raforkufyrirtækjum. Á Íslandi er framleidd umhverfisvæn, endurnýjanleg orka sem seld er á umtalsvert lægra verði en annars staðar í Evrópu. Hér á landi er orkan að mestu framleidd af einu fyrirtæki sem er í almannaeigu. Sjónarmið um að brjóta þurfi upp stór fyrirtæki í orkuframleiðslu og auka með því samkeppni eiga því ekki við hér og snúast raunar upp í andhverfu sína með tilliti til markmiða um neytendavernd,“ segir í minnihlutaálitinu. Sigmundur Davíð hélt svo uppi hörðum málflutningi gegn samþykkt þingsályktunartillögunnar við aðra umræðu um hana á Alþingi í gærkvöldi. Hann vitnaði meðal annars í lögfræðiálit sem liggja fyrir í málinu um valdframsalið sem felst í gerðum þriðja orkupakkans og þá sérstaklega valdframsalið sem á sér stað með reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER. Um er að ræða miðlæga stofnun Evrópusambandsins sem getur tekið bindandi ákvarðanir um aðgang að raforkumarkaði. Eins og reglugerðin um ACER er tekin upp í EES-samninginn er valdheimildum ACER komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Með þessari útfærslu hafa fjölmargir fræðimenn í lögfræði, þeirra á meðal Skúli Magnússon og Davíð Þór Björgvinsson, talið að valdframsalið rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar einkum þar sem það sé sérstaklega afmarkað. Hins vegar var það niðurstaða Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Hirst að það væri verulegum vafa undirorpið að reglugerðin stæðist íslensku stjórnarskrána. Í álitsgerð þeirra segir: „(E)r það niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar að verulegur vafi leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, eins og ráðgert er að taka hana upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, rúmist innan ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.“ (bls. 36). Að lokum fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þá leið að setja sérstakan fyrirvara um að reglugerð um ACER myndi ekki fá lagagildi á Íslandi nema lagður yrði sæstrengur og þá yrði jafnframt ráðist í nýja endurskoðun á því hvort reglugerðin rúmaðist innan stjórnarskrárinnar. Í tengslum við þetta var gefin út sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherra og orkumálastjóra Evrópusambandsins þar sem áréttaður var gagnkvæmur skilningur á þessari leið við innleiðingu reglugerðar um ACER. Var þetta gert til að koma til móts við athugasemdir þeirra Stefáns Más og Friðriks Árna. Hinn 8. maí birtist síðan sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum, um sérstöðu Íslands vegna þriðja orkupakkans þar sem raforkumarkaður Íslands sé einangraður. Í yfirlýsingunni segir að í ljósi þess að íslenski markaðurinn sé einangraður hafi mörg ákvæða þriðja orkupakkans, einkum þau sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, ekki neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar.Segir aðkomu ESA til málamynda Þessi fyrirvarar hafa engu breytt um afstöðu þingmanna Miðflokksins. Við flutning á minnihlutaáliti sínu á Alþingi í gærkvöldi rakti Sigmundur Davíð að ESA hefði yfirleitt fylgt túlkunum stofnana ESB á gerðum sambandsins. „Af þessu má ljóst vera að aðkoma ESA er í besta falli til málamynda. Í versta falli er hún til þess að auka sérstaklega þrýstinginn á aðildarlönd stofnunarinnar að framfylgja stefnu ACER og Evrópusambandsins. Enda hefur nú komið í ljós að ESA hefur ítrekað beitt sér fyrir túlkun ESB á áhrifum EES-samningsins fremur en fyrir afstöðu aðildarríkja EFTA. Veik staða ESA gagnvart ACER gerir það að verkum að í verulegum efnum er gengið framhjá tveggja stoða kerfinu eins og rækilega er dregið fram í lögfræðiálitum sem liggja fyrir í málinu. Í þessu felst framsal valds til stofnunar sem Íslendingar eiga ekki aðild nema sem áheyrnarfulltrúar,“ sagði Sigmundur Davíð. Evrópusambandið Miðflokkurinn Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. Sigmundur Davíð skrifaði minnihlutaálit í utanríkismálanefnd vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem birtist á vef Alþingis í gær en hann og Gunnar Bragi Sveinsson hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar fyrir hönd Miðflokksins. Sigmundur Davíð stóð einn að álitinu og má því segja að hann sé eini þingmaður utanríkismálanefndar sem hafi lagst gegn samþykkt tillögunnar með formlegum hætti.Andstætt íslenskum hagsmunum Í minnihlutaálitinu segir meðal annars að það sé andstætt íslenskum hagsmunum að samþykkja tillöguna því markmið þriðja orkupakkans samrýmist ekki hagsmunum Íslands. „Á það bæði við um tengingu raforkukerfa Evrópulanda á forsendum ESB þar sem sambandið leggur m.a. línurnar um verð orkunnar og heimildir til að skipta upp raforkufyrirtækjum. Á Íslandi er framleidd umhverfisvæn, endurnýjanleg orka sem seld er á umtalsvert lægra verði en annars staðar í Evrópu. Hér á landi er orkan að mestu framleidd af einu fyrirtæki sem er í almannaeigu. Sjónarmið um að brjóta þurfi upp stór fyrirtæki í orkuframleiðslu og auka með því samkeppni eiga því ekki við hér og snúast raunar upp í andhverfu sína með tilliti til markmiða um neytendavernd,“ segir í minnihlutaálitinu. Sigmundur Davíð hélt svo uppi hörðum málflutningi gegn samþykkt þingsályktunartillögunnar við aðra umræðu um hana á Alþingi í gærkvöldi. Hann vitnaði meðal annars í lögfræðiálit sem liggja fyrir í málinu um valdframsalið sem felst í gerðum þriðja orkupakkans og þá sérstaklega valdframsalið sem á sér stað með reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER. Um er að ræða miðlæga stofnun Evrópusambandsins sem getur tekið bindandi ákvarðanir um aðgang að raforkumarkaði. Eins og reglugerðin um ACER er tekin upp í EES-samninginn er valdheimildum ACER komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Með þessari útfærslu hafa fjölmargir fræðimenn í lögfræði, þeirra á meðal Skúli Magnússon og Davíð Þór Björgvinsson, talið að valdframsalið rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar einkum þar sem það sé sérstaklega afmarkað. Hins vegar var það niðurstaða Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Hirst að það væri verulegum vafa undirorpið að reglugerðin stæðist íslensku stjórnarskrána. Í álitsgerð þeirra segir: „(E)r það niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar að verulegur vafi leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, eins og ráðgert er að taka hana upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, rúmist innan ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.“ (bls. 36). Að lokum fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þá leið að setja sérstakan fyrirvara um að reglugerð um ACER myndi ekki fá lagagildi á Íslandi nema lagður yrði sæstrengur og þá yrði jafnframt ráðist í nýja endurskoðun á því hvort reglugerðin rúmaðist innan stjórnarskrárinnar. Í tengslum við þetta var gefin út sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherra og orkumálastjóra Evrópusambandsins þar sem áréttaður var gagnkvæmur skilningur á þessari leið við innleiðingu reglugerðar um ACER. Var þetta gert til að koma til móts við athugasemdir þeirra Stefáns Más og Friðriks Árna. Hinn 8. maí birtist síðan sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum, um sérstöðu Íslands vegna þriðja orkupakkans þar sem raforkumarkaður Íslands sé einangraður. Í yfirlýsingunni segir að í ljósi þess að íslenski markaðurinn sé einangraður hafi mörg ákvæða þriðja orkupakkans, einkum þau sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, ekki neina raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar.Segir aðkomu ESA til málamynda Þessi fyrirvarar hafa engu breytt um afstöðu þingmanna Miðflokksins. Við flutning á minnihlutaáliti sínu á Alþingi í gærkvöldi rakti Sigmundur Davíð að ESA hefði yfirleitt fylgt túlkunum stofnana ESB á gerðum sambandsins. „Af þessu má ljóst vera að aðkoma ESA er í besta falli til málamynda. Í versta falli er hún til þess að auka sérstaklega þrýstinginn á aðildarlönd stofnunarinnar að framfylgja stefnu ACER og Evrópusambandsins. Enda hefur nú komið í ljós að ESA hefur ítrekað beitt sér fyrir túlkun ESB á áhrifum EES-samningsins fremur en fyrir afstöðu aðildarríkja EFTA. Veik staða ESA gagnvart ACER gerir það að verkum að í verulegum efnum er gengið framhjá tveggja stoða kerfinu eins og rækilega er dregið fram í lögfræðiálitum sem liggja fyrir í málinu. Í þessu felst framsal valds til stofnunar sem Íslendingar eiga ekki aðild nema sem áheyrnarfulltrúar,“ sagði Sigmundur Davíð.
Evrópusambandið Miðflokkurinn Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira