Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:33 Samkaup reka Nettó. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að kaupin hefðu „raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.“ Þannig hefði eiginlegum keppinautum fækkað úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Hefði samruninn þannig verið neytendum til tjóns að mati Samkeppniseftirlitsins. Áður hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Samkaupa á eignum 12 verslana Basko. „Í því máli, sem varðaði upphaflega 14 verslanir, gaf Samkeppniseftirlitið til kynna strax á fyrstu stigum máls að því sýndist að samruninn hefði ekki skaðleg áhrif á samkeppni á höfuðborgarsvæðinu, en líkur væru á því að samkeppni myndi skaðast á staðbundnum svæðum, þ.e. einkum á Suðurnesjum og á Akureyri,“ segir í mati Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó „Afréðu samrunaaðilar þá að undanskilja verslanir á Akureyri og í Reykjanesbæ upphaflegum samningi. Á þeim grunni var Samkeppniseftirlitinu kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko, sbr. fyrrgreinda ákvörðun. Í framhaldinu tilkynntu samrunaaðilar að nýju kaup Samkaupa á útistandandi tveimur verslunum Basko,“ segir þar ennfremur og bætt við: „Framangreind kaup Samkaupa á verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu hafa styrkt stöðu Samkaupa sem þriðja stærsta keppinautarins á dagvörumarkaði. Það má hins vegar ekki verða á kostnað neytenda í Reykjanesbæ og á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann að því leyti.“ Nánar má fræðast um ógildinguna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00 Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að kaupin hefðu „raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.“ Þannig hefði eiginlegum keppinautum fækkað úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Hefði samruninn þannig verið neytendum til tjóns að mati Samkeppniseftirlitsins. Áður hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Samkaupa á eignum 12 verslana Basko. „Í því máli, sem varðaði upphaflega 14 verslanir, gaf Samkeppniseftirlitið til kynna strax á fyrstu stigum máls að því sýndist að samruninn hefði ekki skaðleg áhrif á samkeppni á höfuðborgarsvæðinu, en líkur væru á því að samkeppni myndi skaðast á staðbundnum svæðum, þ.e. einkum á Suðurnesjum og á Akureyri,“ segir í mati Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó „Afréðu samrunaaðilar þá að undanskilja verslanir á Akureyri og í Reykjanesbæ upphaflegum samningi. Á þeim grunni var Samkeppniseftirlitinu kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko, sbr. fyrrgreinda ákvörðun. Í framhaldinu tilkynntu samrunaaðilar að nýju kaup Samkaupa á útistandandi tveimur verslunum Basko,“ segir þar ennfremur og bætt við: „Framangreind kaup Samkaupa á verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu hafa styrkt stöðu Samkaupa sem þriðja stærsta keppinautarins á dagvörumarkaði. Það má hins vegar ekki verða á kostnað neytenda í Reykjanesbæ og á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann að því leyti.“ Nánar má fræðast um ógildinguna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00 Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00
Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49