Selfoss getur komist í lykilstöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 14:30 Haukar þurfa að svara í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira