Selfoss getur komist í lykilstöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 14:30 Haukar þurfa að svara í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Selfoss og Haukar mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmu Olís-deildar karla í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfoss hafði betur, 27-22, í fyrsta leiknum að Ásvöllum og getur með sigri í þessum leik komist í býsna góða stöðu í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Sölvi Ólafsson sem hefur fengið þó nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur hrökk heldur betur í gang í fyrsta leiknum og varði um það bil 25 skot og þar af fjögur vítaskot í fyrsta leiknum. Þá tókst Selfyssingum að halda öflugum seinni bylgju hraðaupphlaupum Hauka í skefjum með vel hreyfanlegri 3-3 vörn sinni sem síðar varð að þéttri 6-0 þegar Haukar voru í uppstilltum sóknarleik. Það er spurning hvort Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson láti krók koma á móti þessu bragði Patreks Jóhannessonar í leiknum á Selfossi í kvöld. Elvar Örn Jónsson skaraði fram úr í annars jöfnu Selfossliði sem fékk eitthvert framlag úr flestum stöðum liðsins, en Atli Ævar Ingólfsson skoraði til að mynda fimm mörk af línunni og hornamaðurinn Hergeir Grímsson gerði slíkt hið sama. Haukar sem urðu deildarmeistarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á útivelli í úrslitakeppninni og hefur beðið lægri hlut í öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Ljóst er að Haukar þurfa að breyta þessu mynstri til þess að verða Íslandsmeistarar í 12. skipti í sögu félagsins. Selfyssingar fengu síðast heimaleik í úrslitaviðureign Íslandsmótsins árið 1992 og nánast víst að stuðningsmenn Selfoss munu fjölmenna og þeir ásamt Haukamönnum troðfylla Hleðsluhöllina. Fyrsti leikurinn var afar vel spilaður þar sem hart var tekist á án þess að dómarar leiksins þyrftu að taka á honum stóra sínum. Vonandi verður áframhald að þessu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira