Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira