Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 19:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira