Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 14:30 Landvernd telur ekki rétt að stuðla að frekari fjölgun ferðmanna hér á landi. Frekar þurfi að draga úr flugi vegna mikilla umhverfisáhrifa þess. Fréttablaðið/Anton Brink Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira