Klárum verkið Ingimundur Gíslason skrifar 2. maí 2019 07:00 Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun