Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 12:06 Bjarni Benediktsson segir kjör aldraðra fara eftir lögum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent