Helga Jónsdóttir heiðursvísindamaður Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:18 Helga Jónsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði árið 1995. Mynd/Landspítali Helga Jónsdóttir var í dag útnefnd heiðursvísindamaður Landspítala 2019 á árlegu þingi Landspítalans, Vísindum á vordögum, og fær 400 þúsund króna heiðursfé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Helga er prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu á Landspítala. Hún lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1995. Helga hefur einkum fengist við eigindlegar og megindlegar rannsóknir á reynslu, einkennum og líðan fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma, einkum lungna- og taugasjúkdóma og fjölskyldna þeirra, ásamt því að þróa og prófa hjúkrunarþjónustu byggða á samráði fyrir þessa einstaklinga. Rannsóknirnar eru unnar í samvinnu fjölda vísindamanna innanlands og erlendis og hafa birst ríflega 70 ritrýndar tímaritsgreinar byggðar á þessum og fleiri rannsóknum. Þrír hjúkrunarfræðingar hafa lokið doktorsprófi undir leiðsögn Helgu og nokkrir í doktorsnámi. Hjúkrunarfræðingar sem lokið hafa meistaraprófi undir hennar leiðsögn eru á þriðja tug. Rannsóknarverkefni sem Helga er með í vinnslu:Inntak og árangur samráðs til eflingar heilbrigðis einstaklinga með LLT og fjölskyldum þeirra. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.Í., Vísindasjóði LSH og B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Klínískt mat og meðferð einstaklinga með gaumstol og fjölskyldur þeirra. Samstarfsverkefni H.Í., LSH og sjúkrahúsa í Litháen og Danmörku.Þróun og mat á ActivABLES tækjabúnaðinum fyrir einstaklinga með heilablóðfall. Styrkt af NordForsk.Ákvörðunartaka um lífslokameðferð taugasjúklinga á sjúkradeild. Styrkt af Vísindasjóði LSH og Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Heilbrigðismál Landspítalinn Vísindi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Helga Jónsdóttir var í dag útnefnd heiðursvísindamaður Landspítala 2019 á árlegu þingi Landspítalans, Vísindum á vordögum, og fær 400 þúsund króna heiðursfé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Helga er prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu á Landspítala. Hún lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1995. Helga hefur einkum fengist við eigindlegar og megindlegar rannsóknir á reynslu, einkennum og líðan fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma, einkum lungna- og taugasjúkdóma og fjölskyldna þeirra, ásamt því að þróa og prófa hjúkrunarþjónustu byggða á samráði fyrir þessa einstaklinga. Rannsóknirnar eru unnar í samvinnu fjölda vísindamanna innanlands og erlendis og hafa birst ríflega 70 ritrýndar tímaritsgreinar byggðar á þessum og fleiri rannsóknum. Þrír hjúkrunarfræðingar hafa lokið doktorsprófi undir leiðsögn Helgu og nokkrir í doktorsnámi. Hjúkrunarfræðingar sem lokið hafa meistaraprófi undir hennar leiðsögn eru á þriðja tug. Rannsóknarverkefni sem Helga er með í vinnslu:Inntak og árangur samráðs til eflingar heilbrigðis einstaklinga með LLT og fjölskyldum þeirra. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.Í., Vísindasjóði LSH og B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Klínískt mat og meðferð einstaklinga með gaumstol og fjölskyldur þeirra. Samstarfsverkefni H.Í., LSH og sjúkrahúsa í Litháen og Danmörku.Þróun og mat á ActivABLES tækjabúnaðinum fyrir einstaklinga með heilablóðfall. Styrkt af NordForsk.Ákvörðunartaka um lífslokameðferð taugasjúklinga á sjúkradeild. Styrkt af Vísindasjóði LSH og Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vísindi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira