Dauði staðreyndanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 3. maí 2019 08:00 Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun