Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 22:03 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann. Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann.
Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15