Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 18:45 Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira