Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 18:45 Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Fjölskyldan kom heim frá Benidorm síðastliðinn þriðjudag. Magnús hafði legið á sjúkrahúsi ytra vegna lungnabólgu. Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, hafði samband við ferðaskrifstofuna og ítrekaði nauðsyn þess að hjólastóll Magnúsar yrði afhentur sem fyrst eftir lendingu í Keflavík. „Í einn og hálfan klukkutíma biðum við eftir stólnum. Og það var alltaf vísað á Isavia,“ segir Sigríður. Hún segir að þau hafi á endanum verið eina fólkið í fríhöfninni. „Það voru allir farnir og við stóðum bara og biðum og biðum og við sáum stólinn hinum megin við gluggann.“Magnús segir að sér hafi liðið illa í venjulegum hjólastól á meðan hann beið eftir sínum.Vísir/ArnarLeið hræðilega í venjulegum hjólastól Á meðan beið Magnús í venjulegum hjólastól sem hann segir að veiti sér ekki nægan stuðning.Hvernig líður þér í þannig stól miðað við hvernig þér líður í þessum stól? „Mér líður hræðilega. Þessi stóll er sérmótaður fyrir mig, meira að segja höfuðpúðinn er rafknúinn,“ segir Magnús. Magnús segir að sér hafi liðið sérstaklega illa vegna lungnabólgunnar. „Því ég var ekki með þennan stuðning, þá féll ég saman og náði á engan máta að fylla lungun og átti bara mjög erfitt,“ segir Magnús.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar.Vísir/ArnarBiðu áður í tvo og hálfa klukkustund Fjölskyldufaðirinn hringdi í dóttur þeirra sem beið í komusal. Hún hafði samband við tollverði sem komu því til leiðar að hjólastóllinn var sóttur. Sigríður segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Fjölskyldan lenti í svipuðu atviki á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur árum. „Þá biðum við í tvo og hálfan tíma á Keflavíkurflugvelli eftir stólnum. Okkur finnst þetta skelfilegt að leggja þetta á fatlað lasið fólk og getum ekki skilið af hverju þetta þarf að vera svona,“ segir Sigríður.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira