Ætlaði með kjötexi inn í söluturn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2019 06:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. vísir/hanna Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira