Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til þriggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvistar fyrir brot gegn sambýliskonu sinni í janúar í fyrra.
Maðurinn veittist að konunni utandyra í Breiðholti, tók hafa kverkataki og ýtti henni upp við vegg. Seinna um nóttina að heimili þeirra í Reykjavík, hrinti maðurinn konunni og sló í andlit hennar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í andliti, mar og yfirborðsáverka á nefi, mar á hálsi, brjóstkassa, öxl, upphandlegg, framhandlegg, hægri úlnlið og framanverðu vinstra læri og á báðum kálfum.
Maðurinn sótti ekki dómþing og boðaði ekki forföll en dómurinn taldi sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru.
Dæmdur fyrir að beita sambýliskonu sína ofbeldi
Birgir Olgeirsson skrifar
