Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 14:16 Bílar í Auðarstræti í morgun með sekt á framrúðunum. Þóra Einarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað. Bílar Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað.
Bílar Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira