Gaf þjóðarleiðtogum stóla gerða úr fílafótum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:04 Forseti Botsvana færir kollegum sínum fílafæturnar að gjöf. Skjáskot Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins. Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins.
Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira