Umtalsvert bakslag en ennþá afgangur Elvar Orri Hreinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun