Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:01 Fjöldi ófrjósemisaðgerða hjá körlum hefur tvöfaldast frá aldamótum. VISIR/GETTY Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira