Hringanafnavitleysa Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. maí 2019 07:00 Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum?
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun